Lög Bobbana


1. grein:
Stjórn félagsins er alráð og ríkir því tvíræði í félaginu. Stjórnin tekur allar ákvarðanir um nýlimun, þ.e. hverjir eru hæfir limir og hverjir óhæfir. Ekki er hægt að vísa núverandi stjórn frá eða bæta við stjórnarlimum. Komi sú staða að annar í núverandi stjórn falli frá af einhverjum orsökum er það alfarið ákvörðun eftirlifandi stjórnarlims um innlimun annars í hans stað. Ef eftirlifandi stjórnarlimur óskar einræðis er það leyfilegt.

2. grein: 
Nýlimun er aðeins gerð af stjórnarlimum og til að fá inngöngu þarf til þess fyrsta að eiga nógu ódýran veiðibúnað eða úr sér genginn. Undanþágur um gæði og verð veiðibúnaðs eru aðeins gerðar af stjórnarlimum. Næsta mál fyrir möguleika á nýlimun er að leysa þraut sem viðkomandi stjórnarlimur leggur fyrir hann. Síðasta skilyrði innlimunar er að standast erfitt sálfræðipróf sem stjórnin leggur fyrir verðandi nýlim.

3. grein: 
Kvenmenn eru með öllu bannaðir sem limir enda hafa kvennmenn ekki limi.

4. grein
Bobbar aðhyllist ALLS EKKI veiða/sleppa stefnuna nema viðkomandi fiskur teljist óhæfur til átu vegna smæðar eða vanskapnaðar. Komi upp vafamál mun stjórnin taka ákvörðun í hverju einstöku máli.

5. grein
Verði gildur limur uppvís af brotum á þessum lögum mun hann verða ávíttur fyrst og við ítrekuð brot jafnvel gerður brottrækur.

6. grein
Undanþágur frá lögum þessum eru aðeins veittar af stjórninni og þarf þá að leggja inn formlega beiðni þess efnis á löggiltum skjalapappír. Mun stjórnin bera kostnað af þinglýsingu gagna.

7. grein
Farandsbikar til eins árs er veittur fyrir stærsta veidda fisk á árinu og verður viðkomandi með-limur að hafa löggilda Bobba vigt og vitni til að sannreyna þyngd, ljósmynd sem ekki er búið að photoshopa og bera Bobba derhúfu á viðkomandi mynd, stranglega bannað er að sleppa þeim fisk enda er það gróft brot á 4.grein, Komi upp vafamál mun stjórnin taka ákvörðun í hverju einstöku máli.
Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 30
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 327374
Samtals gestir: 50976
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 11:29:31