Myndaalbúm

Nýjustu albúmin

Næstu myndaalbúm:

Laxá Brúará

Skemmtileg ferð í alla staði, frábær gisting, lausir við gos-gas og eingin slorfýla í bílnum vegna ítrekað fiskleysis og frábær félagsskapur. Kveðja Haukur og Benni

Dagsetning: 26.09.2014

Fjöldi mynda: 17

Víðidalsá 2014

Hrikalega kom þessi á óvart, Benni auðvitað vanur þessari á og sagði mér til og lét mig moka henni upp og stóð glaður og brosti á meðan sæll á svip. Kveðja Haukur og Benni.

Dagsetning: 19.09.2014

Fjöldi mynda: 9

Kerlingardalsá 2014

Að vanda kemur kerlan okkur að óvörum og skellir á okkur enn einu fiskleysi þetta árið, það er þó ekki aðgerðarkvíði sem fer með okkur ;o) Kveðja Haukur og Benni.

Dagsetning: 05.09.2014

Fjöldi mynda: 10

Hafið 2014

Æðislegt veður gat ekki stoppað þessa gaura við að fara og sjósetja, ekkert veiddist, gaman væri að taka með rauða málningu næst fyrir fuglana ;o) Kveðja Haukur og Stjáni

Dagsetning: 11.08.2014

Fjöldi mynda: 10

Geiradalsá 2014

Flott á sem leynir á sér, farið á alla staði í ánni en engin fiskur sjánlegur, spurning hvernig þessi verður á næsta ári. Kveðja Haukur og Benni

Dagsetning: 05.08.2014

Fjöldi mynda: 7

Glerá í Dölum 2014

Æðislegt að geta stoppað og notið nærveru ábúenda og fengið ráðleggingar um bestu veiðistaðina í ánni, rúmin á bænum eru til fyrirmyndar. Kveðja Haukur og Benni

Dagsetning: 04.08.2014

Fjöldi mynda: 7

Veiðivötn 2014

Klárlega ein af betri Veiðivatna ferðum Bobba, þvílíkur hópur,matur og gleði. Valli fór af kostum varðandi veiði, 6 punda og tryggði sér bikar fyrir stærsta Bobba fisk í Veiðivötnum 2014.

Dagsetning: 09.07.2014

Fjöldi mynda: 16

Hraunsvatn í Öxnadal 2014

Falleg er fjalldrottningin en ekki var hún komin í sumarbúninginn, hún lætur hafa fyrir sér þessi og gætir risa bleikjunar afskaplega vel. Sjáumst að ári liðnu. Kveðja Haukur Bobbi.

Dagsetning: 01.07.2014

Fjöldi mynda: 12

Þórisvatn 2014

Flottur dagur, 20 stykki á land, Helga var heiðursgestur og sýndi karlpeningnum hvernig á að MOK-veiða. Spurning um að endurskoða 3. grein. Kv Haukur og Benni

Dagsetning: 08.06.2014

Fjöldi mynda: 15

Elliðaár-vorveiði 2014

Bobbar þáðu boð um veiði í Elliðaárnum og var það Árni aflakló sem bauð þeim , ekki þurfti að spyrja tvisvar um að veiða með þessum heiðurs dreng.

Dagsetning: 08.05.2014

Fjöldi mynda: 6

Sódavatn 2014

Klárlega há leynilegur staður þar sem hætta er á að peninga menn kaupi upp öll leyfi og fari að selja túristum, ekki verða myndir birtar af afla vegna smithættu. Haukur & Benni ;o)

Dagsetning: 09.02.2014

Fjöldi mynda: 9

Miðá í Dölum 2013

Anton Bobbi notaðist við nýja óhefðbundna aðferð í þessari ferð, DÁLEIÐSLA sem hann hafði fengið kennslu við hjá Pétri Bobba sem skilaði þessum frábæra árangri.. 10 DÁLEIDDIR laxar.

Dagsetning: 29.08.2013

Fjöldi mynda: 1

Kerlingardalsá 2013

Eins og með aðrar kerlingar þá var Kerlingardalsá mikið breitt frá fyrra ári, margir góðir staðir farnir eftir leysingar, Benni aflakló las ánna og vísaði veginn, 2 laxar og 1 sjóbirtingur komu á land.

Dagsetning: 07.08.2013

Fjöldi mynda: 18

Vatn upp á heiði

Ekki verður gefið upp hvar þetta vatn er enda algjört leyndarmál, sögur herma að þarna leynast hlussu bleikjur en tímaramminn er stuttur þar sem vetur er lengur þarna. Kv Haukur og Benni.

Dagsetning: 23.07.2013

Fjöldi mynda: 13

Hörðudalsá í Dölum

Lítil og nett á sem kemur manni á óvart, vorum varir við lax og sjóbleikju og einn lax kom á land en bleikjan var séð og hunsaði okkur þetta skiptið, Haukur og Benni kátir með þessa ferð.

Dagsetning: 22.07.2013

Fjöldi mynda: 17

Veiðivötn 2013

" Hvar er fiskurinn " er spurt þegar menn bóka sig inn í Varðberg, svarið er " í vatninu " við leituðum lengi en fundum ekki mikið af honum eins og aðrir hópar. "Obba Bobb"

Dagsetning: 09.07.2013

Fjöldi mynda: 29

Þingvellir 2013

Haukur Bobbi landar einum hrikalegum 18 punda urriða í morgunsárið, ásamt Benna aflakló, sex aðrir tittir 3-4 pund ;o) lágu í valnum þennan yndislega morgunn. VIDEO UNDIR MYNDBÖND.

Dagsetning: 12.06.2013

Fjöldi mynda: 12

Þingvellir 2013

Haukur Bobbi landar einum 6,5 pundum við kjör aðstæður á einum góðum stað við stóra vatnið, lítur út fyrir met sumar varðandi heildarþyngd Bobbana.

Dagsetning: 29.05.2013

Fjöldi mynda: 5

Þingvellir 2013

Hinir fjörugu frændur Haukur og Bóas Bobbar eru að fara á kostum þetta sumarið, lítur út fyrir hrikalegt veiði sumar tveir 5 pundarar komu á land. En hvar eru allir hinir Bobbarnir ?

Dagsetning: 28.05.2013

Fjöldi mynda: 7

Þingvellir 2013

Bóas Bobbi búinn að hita upp fyrir sumarið 15 punda RISI komin á land, hér hafa ekki dugað nein vettlingatök við löndun.

Dagsetning: 26.05.2013

Fjöldi mynda: 2

Þingvellir 2013

Bóas Bobbi spenntur fyrir sumarið, upphitun gekk vel enda vanur veiðimaður hér á ferð, tveir 4,5 punda komu á land, Haukurinn horfði bara á og dáðist af aflabrögðum frænda.

Dagsetning: 21.05.2013

Fjöldi mynda: 2

Leynivatnið 2013

Fjölmennt var í leynivatnið og létu menn ekki -7 stiga frost og snjó stopa sig, Bobbar eru á fulla að undirbúa sumarið og yfirfara ódýran veiðibúnað eða úr sér gengnum ;o)

Dagsetning: 18.04.2013

Fjöldi mynda: 5

Árshátíð 2013

Undirbúningur,gleði,frábær matur,verðlauna afhenting og hel-massaðir veiðimenn var það sem stóð upp úr á þessari árshátíð, menn eru jákvæðir varðandi veiðisumarið 2013.

Dagsetning: 13.04.2013

Fjöldi mynda: 21

Leynivatnið 2013

Baldvin kom sá og sigraði beint frá Svíðþjóð, fyrsta kast og búmm einn 5 pundari,reynsla hans og kunnátta í veiðum er víðkunn. Þess hafa þúsundir fiska rekið sig á víða um lönd.

Dagsetning: 05.04.2013

Fjöldi mynda: 8

Leynivatnið 2013

Þetta er bara fyrir þá allra hörðustu veiðimenn, Haukur Bobbi og Benni aflakló létu veðrið ekki stoppa sig í þessar ferð né árstíma ;o) einn kom á land.

Dagsetning: 25.02.2013

Fjöldi mynda: 6

Skaftafellssýsla 2012

Toni Bobbi skrapp í Skaftafellssýslu einn laugardaginn í morgun og kvöldflug með félögum, afraksturinn 6 heiðargæsir og 16 helsingjar, ekki slæmt það.

Dagsetning: 13.10.2012

Fjöldi mynda: 3

Kerlingardalsá 2012

Nú stóð Kerlan við loforð sitt þetta skiptið, 1 lax og fimm sjóbirtinga, þeir hafa sést stærri á þessum slóðum en Haukur Bobbi og Benni voru sáttir eftir gistingu og morgunmat á Hótelinu.

Dagsetning: 03.10.2012

Fjöldi mynda: 20

Miðá í Dölum 2012

Það var fiskur upp alla á, en í mismunandi magni þó, laxinn tók illa og okkar mat var að það vanti nýjar göngur í ána, aðrir sögðu skort á eldri reynsluboltum í hollið.

Dagsetning: 31.08.2012

Fjöldi mynda: 2

Kerlingardalsá 2012

Aðstæður þetta skiptið voru eins og best verður á kosið, sennilega er það laxaleysi á öllu landinu sem orakaði fiskleysið hjá okkur, klárlega nokkrir hæfir veiðimenn þar á ferð að mínu mati.

Dagsetning: 28.08.2012

Fjöldi mynda: 18

Glerá í Dölum 2012

Ferðin hélt áfram í Glerá í Dölum og vorum við í góðum félagsskap landeiganda sem sýndu okkur þessa glæsilegu á, mikið af fiski var í ánni. Kveðja Haukur Bobbi og Benni.

Dagsetning: 25.08.2012

Fjöldi mynda: 15

Geiradalsá 2012

Falleg en lítil er hún þessi, 1 lax kom á land og 2 sluppu, annars er hún fulla af 10 cm laxaseiðum sem ættu að skila sér til baka sem stórlaxar....;o) Kveðja Haukur Bobbi og Benni.

Dagsetning: 25.08.2012

Fjöldi mynda: 14

Vesturland 2012

Toni Bobbi villtist og vildu reynsluboltarnir ekki upplýsa hann um veiðistaðinn,þeir fylgdu Tona til byggða sem getur með engu móti skotið á hvar á Vesturlandi hann var.

Dagsetning: 22.08.2012

Fjöldi mynda: 2

Veiðivötn 2012

Í alla staði frábær ferð hjá Bobbum þetta árið, Sigurjón átti líklega bestu tilþrifin þegar hann setti í hrikalegan bolta í Grænavatni en við átökin sleit hann, hann verður sóttur að ári liðnu.

Dagsetning: 09.07.2012

Fjöldi mynda: 39

Hraunsvatn í Öxnadal 2012

Haukur Bobbi staðfestir hér með sögusagnir um RISA bleikjur í Hraunsvatni, hann kom auga á eina slíka sem elti agn hans, hún var í stærðarflokk 7-9 pund

Dagsetning: 28.06.2012

Fjöldi mynda: 9

Djúpavatn 2012

Tókum góða æfingu fyrir Veiðivötn í sól og blíðu í hinni árlegu ævintýra ferð fyrir krakkana, öll börnin veiddu eitthvað og vakti mikla gleði og kátínu hjá öllum eins og myndirnar sýna.

Dagsetning: 23.06.2012

Fjöldi mynda: 21

Þingvellir 2012

Þingvellir í öllum sínum skrúða að nætur lagi, þarna lék veðrið við veiðimenn, spurningin hvort við hefðum bara átt að vera aðeins lengur og mæta bara beint í vinnu ;o)

Dagsetning: 20.06.2012

Fjöldi mynda: 10

Þingvellir 2012

Haukur og Gummi ræs klukkan 04.30 á vit ævintýra á Þingvöllum, 1 stk kom á land og sá RISA stóri slapp ( sjá undir Myndbönd ) þetta var magnaður morgun í blíðuni.

Dagsetning: 01.06.2012

Fjöldi mynda: 9

Þingvellir 2012

Haukur Bobbi landar fyrstu fiskum sumarsins eftir nokkrar tilraunir, 10 pund, 9 pund og 3,5 punda allir á sama klukkutímanum, ekki slæm byrjun þetta. Nú er vertíðin byrjuð ;o)

Dagsetning: 23.05.2012

Fjöldi mynda: 12

Kerlingadalsá 2011

Þessi litla fallega á breyttist í stórfljót á einu augnabliki eftir úrhellis rigningu og varð eins og kakómalt, varð ekki veiðanleg fyrr en í lokin. Kv Haukur og Baldvin.

Dagsetning: 09.10.2011

Fjöldi mynda: 20

Heiðarvatn 2011

Heiðarvatn kom okkur sannarlega á óvart, 19 urriðar2-3 pund og 1 sjóbirtingur 5,5 pund komu á land, þetta er vatn sem verður sett efst á lista næstu árin. Kv Haukur og Baldvin Bobbar

Dagsetning: 08.10.2011

Fjöldi mynda: 28

Svaneholmssjön 2011

Svíjakonungur hefur miklar mætur á Bobbum og óskaði eftir með-lim til Svíþjóðar til að kynna okkur fyrir veiðinýlendum hans þar og var það Baldvin Bobbi sem fór fyrir okkar hönd.

Dagsetning: 17.09.2011

Fjöldi mynda: 8

Fossálar 2011

Farið var með miklar væntingar í Fossála, fallegt var landslagið , gott var veðrið en ekki var mikið um fisk, sennilega aðeins of snemmt þetta árið. Kv Haukur,Baldvin og Gummi

Dagsetning: 27.08.2011

Fjöldi mynda: 24

Veiðivötn 2011

Veiðimennskan , kokkerí og klaufaskapur stóð upp úr þessari ferð , allir fóru á kostum. Auðvitað veiddu menn misvel en Baldvin Bobbi stóð uppúr varðandi stærðir og aflatölur.

Dagsetning: 08.07.2011

Fjöldi mynda: 33

Djúpavatn 2011

Ævintýra fjölskyldu ferð var farin í Djúpavatn á Reykjanesi, Haukur og Pétur Bobbar sem eru hoknir af reynslu þegar kemur að fiskeríi létu krakkana hreinlega moka honum upp.

Dagsetning: 10.06.2011

Fjöldi mynda: 17

Leynivatnið 2011

Þegar móðir náttúra tekur til sinna ráð er oft lítið hægt að gera en að bíta á jaxlin, 1 gráða og stíf norðan átt, þetta var bara fyrir hörðustu nagla sem skilaði góðum árangri.

Dagsetning: 08.06.2011

Fjöldi mynda: 6

Þingvellir 2011

Nú var sett í þann stóra, 9 punda kvikindi komið á land og Haukur og Baldvin Bobbar eru rétt að hitna, spurning hvernig þetta endar.

Dagsetning: 02.06.2011

Fjöldi mynda: 14

Þingvellir 2011

Haukur Bobbi setti loksins í fyrsta fisk sinn á þessu sumri eftir margrar tilraunir, hann vóg 6,1 pund og voru menn auðvitað ánægðir með það, nú er bara að reyna að ná þeim stóru :o)

Dagsetning: 29.05.2011

Fjöldi mynda: 10

Þingvellir/Úlfljótnsvatn 20...

Ungviðið á veiðislóðum ísaldarurriðans með miklar væntingar, reyndari-limir voru í fullri vinnu við að losa festur og flækjur hjá verðandi Bobbum. Gosið hófst eins og sjá má á myndum.

Dagsetning: 21.05.2011

Fjöldi mynda: 14

Úlfljótsvatn 2011

Haukur Bobbi og Guðmundur sem horfði í augun á risa urriða kvikindi voru á kunnugum slóðum í skíta kulda og roki og voru að velta fyrir sér hvenær það kæmi sumar.

Dagsetning: 15.05.2011

Fjöldi mynda: 6

Kleifarvatn 2011

Haukur og Baldvin reyndu að endurvekja liðin ár með góðri veiði í þessu ágæta vatni en ekki var hann að gefa sig, ákveðið var að leyfa honum að stækka og koma síðar :o)

Dagsetning: 06.05.2011

Fjöldi mynda: 6

Aðrir flokkar

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 30
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 327374
Samtals gestir: 50976
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 11:29:31